Nýtt próf stofnað

Í vídeóinu er sýnt hvernig próf er stofnað og nauðsynlegustu stillingar útskýrðar. Vídeóið er um 2 1/2 mín.

*Athugið! Viðmót Moodle hefur breyst frá því vídeóið var gert. Áfangi er nú settur í ritham undir tannhjólitannhjól í efra hægra horni áfangasíðunnar.

Hér fyrir neðan er lengra vídeó þar sem farið er nánar í einstaka stillingarmöguleika prófs.

Próf stofnað

Leiðin: Í ritham > Nýtt viðfangsefni eða aðföng > Próf - Nýtt

  1. Setjið áfangann í ritham með því að fara í tannhjólið tannhjól í efra hægra horni áfangasíðunnar.
  2. Smellið á +Nýtt viðfangsefni eða aðföng. Gluggi opnast.

    +nýtt viðfangsefni eða aðföng

  3. Tvísmellið á Próf eða smellið einu sinni og svo á Nýtt. Formið fyrir uppsetningu prófs opnast.
  4. Gefið prófinu heiti, skráið upplýsingar fyrir nemendur um prófið í ritilinn (inngangur) t.d. um vægi prófs, fjölda spurninga, gerð spurninga og stigagjöf o.fl. eftir atvikum. Veljið tímasetningar, hversu oft nemandi má taka prófið og annað sem við á. Sjá nánar lista yfir atriði sem geta átt heima í inngangi prófs
    Þegar stillingar hafa verið valdar er prófið vistað. Báðir vistunarmöguleikar gera það sama en í þeim síðari heldur kennari áfram að vera í prófinu og getur t.d. farið beint í að setja inn spurningar. Vista og birta merkir ekki að birta nemendum.
    Neðar á þessari síðu eru einstök stillingaratriði í uppsetningu prófs útskýrð nánar. Í flestum tilfellum þarf einungis að eiga við örfáar stillingar, þó svo að Moodle bjóði upp á margar.
    nýtt próf

    Myndin sýnir efsta hluta formsins til að setja upp próf. Upplýsingar um prófið sem settar eru í inngang geta nemendur skoðað áður en kemur að próftökunni sjálfri.

    Spurningarmerki: Þegar smellt er á spurningarmerki við einstakar stillingar í uppsetningarforminu koma upp stuttar útskýringar á tilgangi stillingarinnar. Athugið að útskýringarnar eru að stórum hluta á ensku og vísa oft ensk heiti annarra stillinga, því getur hentað að vera í enska viðmótinu þegar próf er sett upp. Moodle er sett í enskt viðmót efst á skjánum.
    Sýna meira: Oft má sjá neðan við stillingar Sýna meira. Þar þarf að smella til að sjá allar stillingar viðkomandi atriðis.

Áríðandi!

Til að loka aðgangi nemenda að spurningum prófs er nauðsynlegt að stilla tíma prófsins strax. Ef tímasetningar eru ekki virkjaðar hafa nemendur aðgang að spurningum prófs um leið og þær eru settar í prófið. Ef próftími er ekki ljós þegar próf er stofnað er hægt að setja tímasetningar annað hvort langt fram í tímann eða aftur í tímann.

Hér fyrir neðan eru einstakar stillingar í uppsetningu prófs útskýrðar.