Um próf í Moodle

Próf í Moodle er búið til í tveimur hlutum. Annars vegar er prófið stofnað  og hins vegar eru spurningar búnar til. Tæknilega skiptir ekki máli á hvorum endanum er byrjað.

Kynningarvídeó um próf

Í vídeóinu eru sýndar nokkrar ólíkar prófgerðir m.a. próf þar sem nemandinn smellir á athuga hnapp í próftökunni og fær að vita hvort hann svaraði rétt. Nemandinn fær að svara spurningu aftur en fær þá færri stig. Í öðru prófi merkir nemandinn við hversu viss hann er um að svar sitt sé rétt og einkunn próf reiknast út frá því hversu öruggur nemandi er um eigin kunnáttu.

Spurningabanki

Hverjum áfanga fylgir spurningabanki sem heldur utan um prófspurningar áfangans. Sjá nánar leiðbeiningar og upplýsingar um spurningabanka áfanga.

Próf þegar uppsett þegar nemendur fá aðgang

Þegar fyrirhuguð próf koma fram á áfangasíðunni fá nemendur yfirsýn yfir skipulag áfangans og hvað hann felur í sér. Próf eignast hlekk á áfangasíðunni sem nemandi getur smellt á og skoðað upplýsingar kennarans um prófið t.d. hvenær stendur til að halda það. Próf þarf ekki að innihalda spurningar til að vera sýnilegt á áfangasíðunni.

 Nýtt próf stofnað


Skilvirkar leiðir í notkun prófa í Moodle - Effective quiz practices - Áhugaverð grein  m.a. um tengingu við hæfniviðmið, hvernig hægt er að sporna gegn prófsvindli o.fl.