Spurningabanki skipulagður

Áríðandi er að gefa prófspurningum lýsandi heiti og flokka spurningarnar strax vel frá upphafi. Þannig má losna við ómælda vinnu síðar við leit að réttu spurningunum þegar próf er búið til. Þeir sem nota próf í Moodle þekkja að fjöldi spurninga vex oft hratt, því er þjóðráð að byrja á að hugsa um hvernig best sé að skipuleggja flokkun spurninganna. Flokkuninn er hægt að breyta síðar ef þörf krefur.