Spurningar

Spurningar skoðaðar

Leiðin: Áfangasíða > tannhjól > Meira > Spurningar

  1. Opnið spurningabanka áfangans með því að smella á tannhjólið í efra hægra horni áfangasíðunnar og velja Meira.
  2. Skrunið niður að spurningabanka og smellið á Spurningar.
  3. Ef spurningaflokkar hafa þegar verið stofnaðir má velja flokk spurninga efst. Spurningar innan flokksins koma þá fram fyrir neðan.
Spurning flutt í annan flokk
  1. Merkið við þá spurningu/þær spurningar sem á að flytja.
  2. Veljið flokkinn sem á að taka við spurningunum í reitnum  neðan við spurningarnar.
  3. Smellið á Færa í.

Spurningar

Aðgerðarhnappar fyrir aftan spurningu

Við hverja spurningu eru nokkrir aðgerðahnappar:

spurning-takn

Táknin/aðgerðahnapparnir aftan við spurninguna:

  • Tannhjólið er til að breyta spurningu.
  • Blöðin eru til að afrita spurningu.
  • Stækkunarglerið er til að skoða spurningu.
  • Krossinn er til að eyða spurningu.

Fyrir framan spurningu er ávallt tákn sem stendur fyrir gerð spurningar. Með því að halda músarhnappi yfir tákningu kemur gerð spurningarinnar fram.