Úthlutun skila vegna mats

Áður en nemendur geta byrjað að meta skil samnemenda sinna þarf að úthluta skilum vegna mats (jafningjamats). Ef sjálfkrafa úthlutun mats er stillt sér Moodle um að úthluta verkefnum til mats.

  1. Smellið á verkstæðið á áfangasíðunni.
  2. Smellið á stilla sjálfkrafa úthlutun (sjá mynd).
    Verkstæði sett í skilahátt og úthlutun skila
  3. Veljið stillingar sem henta og í samræmi við stærð nemendahóps og vistið breytingar (sjá mynd).
    Sjálfkrafa úthlutun mats í verkstæði

    Ef nemandi á einnig að meta eigið verkefni þarf sjálfsmat að vera virkjað í uppsetningu verkstæðisins.

    Sjálfkrafa úthlutun virkjuð

    Einnig er hægt að úthluta mati undir flipanum handahófskennd úthlutun.

    Eftir að breytingar eru vistaðar sést að sjálfkrafa úthlutun er virkjuð.

Úthlutun mats skoðuð

Til að skoða úthlutun mats er smellt á flipann handvirk úthlutun.

Hver metur hvern í verkstæði

Undir flipanum handvirk úthlutun er hægt að skoða hvernig verkefnum hefur verið úthlutað til mats. Eftir að skil hafa farið fram birtast nöfn nemenda í öllum dálkunum.