Flutningur námsgagna á milli áfanga

Kennari getur flutt (afritað) námsgögn t.d. möppur og skrár, verkefni eða próf, á milli áfanga sem hann kennir eða hefur kennt. Þannig er hægt að endurnýta efni í stað þess að búa það til upp á nýtt. Gögnin eru í raun afrituð og afritið flutt. Flutningurinn hefur því engin áhrif á áfangann þar sem efnið er upphaflega. Einkunnir, verkefnaskil eða önnur nemendagögn sem kunna að tengjast gögnunum í fyrri áfanganum flytjast ekki með. Þessi aðgerð á við þegar efnið sem flytja á er í sama Moodle-kerfi.

Leiðin: Áfangasíðan > Tannhjól (í efra hægra horni) > Flytja inn

  1. Opnið áfangann sem á að fá gögnin (nýja áfangann), smellið á tannhjólið hægra megin og á Flytja inn.
  2. Veljið áfangann sem er með gögnin og smellið á Áfram.
    Ef kennari hefur aðgang að mjög mörgum áföngum er hægt að nota leitina fyrst til að finna áfangann sem um ræðir (sjá mynd).
    flytja inn úr öðrum áfanga
  3. Næst þarf að velja hvers konar hluti á að flytja. Moodle merkir við öll atriði. Fjarlægið merkingu við atriði sem ekki á að flytja.
    Ef ekki á að flytja próf er óþarfi að flytja spurningabankann (Athugið að Moodle flytur allan spurningabankann þó að einungis eitt próf sé flutt inn).
    Síur er oftast óþarfi að flytja inn, þar sem einfalt er að breyta stillingum á þeim í hverjum áfanga.
    Ef hópar og klasar eru fluttir með koma þeir tómir, þar sem nemendur flytjast ekki með.
    Smellið á Áfram.
  4. Á næstu síðu eru valin einstök viðfangsefni eða aðföng sem á að flytja. Hér er allt sjálfvalið. Fjarlægið merkingu úr reitum við atriði sem eiga ekki að koma yfir í nýja áfangann.
    Athugið að flytja ekki „Tilkynningar kennara“ / „Fréttaþing“, það verður sjálfkrafa til í áfanga. Smellið á Áfram
  5. Að lokum er smellt á Flytja inn.

Nánari upplýsingar á moodle.org: https://docs.moodle.org/31/en/Import_course_data