Hópar settir í klasa (knippi)

Hvað eru klasar?
Þegar notaðir eru hópar í áfanga þarf oft að nota fleiri en eina hópaskiptingu t.d. gæti kennari óskað eftir að hafa sjö nemenda hópa í stuttmyndagerð, fimm nemenda hópa í umræðu og tveggja manna hópa í verkefnaskilum.

Annað dæmi gæti verið ef kennari setur upp umræðu í hverri viku og hefur alltaf fimm nemendur í hóp en vill ekki að ávallt séu sömu nemendur saman í hóp, þá þarf að skipta nemendum upp í nýja hópa í hverri viku.

Með því að setja hópa í klasa er ákveðnum hópum pakkað saman (ágætt að ímynda sér mengi af hópum). Þá er hægt að tengja t.d. umræðu eða verkefni við ákveðinn klasa af hópum, að öðrum kosti er viðfang tengt við alla hópa áfangans.

Hvenær er ekki nauðsynlegt að setja hópa í klasa?
Ef kennari notar einungis eina hópaskiptingu í áfanga, og sömu nemendur eiga ávallt að vera saman, er ekki þörf á að setja hópa í klasa.

Nýr klasi stofnaður og hópar settir í hann

Umsýsla áfanga > notendur > hópar – klasar (knippi) – mynda klasa

  1. Farið í hópa undir notendum í umsýslu áfanga.
  2. Smellið á flipann klasa (sjá mynd).
    Klasar
  3. Smellið á hnappinn mynda klasa.
  4. Gefið klasanum heiti og vistið.
  5. Til að setja hópa í klasann er smellt á hóptáknið aftan við klasann (sjá mynd).
    Birta hópa í klasa

    Hér hefur verið stofnaður klasinn vettvangsferð. Til að setja hópa í klasann er smellt á hóptáknið aftast í línunni.

  6. Veljið hópa og smellið á nýtt (sjá mynd).
    Hópar settir í klasa

    Hóparnir vettvangsferð 1-5 hafa þegar verið stofnaðir. Þeir eru valdir og smellt á nýtt til að bæta þeim í klasann. Til að velja marga hópa í einu er smellt á fyrsta hóp, shift hnappi lyklaborðs haldið niðri á meðan smellt er á síðasta hóp. Einnig er hægt að halda niðri Ctrl hnapp á meðan smellt er á einn og einn hóp í einu.

Í vídeóinu fyrir neðan er sýnt hvernig klasar eru búnir til (athugið að í stað klasa er orðið knippi notað í vídeóinu).

Knippi from Kennslumiðstöð Háskóla Ísl on Vimeo.