Innskráning í Moodle

Notandanafn

Nota skal sama notandanafn og úthlutað er í tölvur skóla.

Gangið úr skugga um að slóðin sé rétt.

Slóð fyrir grunnskóla í Reykjavík er moodle17-18.reykjavik.is og slóð fyrir skóla utan Reykjavíkur er netnam17-18.grunnskolar.is.

Sumir skólar gætu átt eigin slóð/lén. Fáið upplýsingar hjá kennara eða skrifstofu skóla.

Þegar notandi fær notandanafn og lykilorð í tölvupósti er þægilegt að afrita lykilorðið, sem oftast er ólæsileg runa af stöfum, táknum og tölum og líma það svo inn í reitinn fyrir lykilorðið í Moodle.
Ef innskráning tekst ekki er það mjög oft vegna þess að eitt lítið stafabil læddist með aftast í lykilorðinu þegar það var afritað. Prófið að líma lykilorðið í textaritil (t.d. Notepad eða Word) til að sjá hvort svo er, eyðið bilinu og afritið lykilorðið aftur.

Passið upp á hástafi og lágstafi í lykilorðinu (yfirleitt skipta hástafir og lágstafir ekki máli í notandanafni Moodle).

Ef innskráning í Moodle tekst ekki, smellið þá á glatað lykilorð (lost password), sjá mynd fyrir neðan. Gefið upp notandanafn og smellið á leita.

Glatað lykilorð

Moodle sendir tölvupóst eftir skamma stund á netfangið sem tengist viðkomandi notandanafni. Í póstinum er tengill á slóð þar sem hægt er að búa til nýtt lykilorð.

Athugið að viðkomandi slóð er einungis virk í 30 mínútur. Ef ekki er búið til nýtt lykilorð áður en sá tími er liðinn þarf að fara í gegnum ferlið aftur.

Ef ekkert af ofangreindu virkar, hafið vinsamlegast samband við umsjónaraðila Moodle í viðkomandi skóla.

Sjá lista yfir moodle-umsjónaraðila í skólum

Ef ekki næst í umsjónaraðila má senda tölvupóst með beiðni um aðstoð á moodle@reykjavik.is. Í tölvupóstinum þarf að gefa upp notandanafn.