Leiðin: Áfangi > Einkunnir > Útflutningur
Einkunnabók áfanga býður upp á að hlaða niður einkunnum nemenda. Þetta getur komið sér vel ef kennari vill eiga afrit af einkunnum eða til að vinna með einkunnir í töflureikni (Open/Libre Office, Excel). Hægt er að velja um eftirfarandi skráargerðir: Open Office (ods), textaskrá (csv), Excel (xlsx), eða xml skrá.
- Opnið áfangann og smellið á Einkunnir.
- Veljið tegund skráar.
- Ef ekki á að hlaða niður einkunnum allra verkefna þarf að fjarlægja merkingu við einstök verkefni.
- Neðst undir „Export format options“ er hægt að velja hvort umsagnir eiga að fylgja með o.fl.
- Smellið á sækja.