Spurningabanki fluttur út/inn

Spurningabankinn býður upp á inn- og útflutning spurninga. Kennari getur t.d. flutt út spurningar og flutt þær inn í spurningabanka áfanga í öðru Moodle-kerfi.

Prófspurningar (eða aðgangur að spurningum á neti) fylgja stundum námsefni. Oft er hægt að flytja þær beint í spurningabanka Moodle.

Krossaspurningar búnar til í skrá og fluttar inn

Tiltölulega einfalt er að setja krossaspurningar upp í skrá og flytja beint inn í spurningabanka áfanga í Moodle og það sparar mikinn tíma.

Einfaldast er að nota sk. Aiken snið. Skjalið er læsilegt og  reglurnar einfaldar en það þarf að fara nákvæmlega eftir þeim.

  1. Notið Notepad forritið sem fylgir með Windows til að búa til skrána.
  2. Hver spurning þarf að vera í einni línu.
  3. Hvert svar þarf að byrja á einum hástaf með punkt á eftir '.' eða loka sviga ')' og einu stafabili þar á eftir.
  4. Skilgreining á því hvert rétta svarið er þarf að koma í næstu línu fyrir neðan svarliðina. Línan þarf að byrja á "ANSWER: " (athugið að eitt bil þarf að vera á eftir tvípunktinum) og því næst viðeigandi bókstafur.
  5. Vista þarf skrána sem textaskrá .txt og ef séríslenskir stafir eru í skráni er nauðsynlegt að velja UTF-8 við "encoding" (sjá mynd fyrir neðan).

    ATHUGIÐ! Við gerð skráarinnar þarf að gæta nákvæmni, t.d. passa upp á að hafa þau stafabil sem er krafist, hafa ekki aukalínur eða aukabil, einnig geta ýmis tákn lyklaborðs truflað og valdið því að kerfið tekur ekki við spurningunum.
Dæmi um uppsetningu spurninga með Aiken sniði

Hvert er rétta svarið við þessari spurningu?
A. Er það þetta?
B. Kannski þetta?
C. Hugsanlega þetta svar?
D. Hlýtur að vera þetta!
ANSWER: D

Hvaða LMS býður upp á flestar mögulegar skráargerðir til innflutnings?
A) Moodle
B) ATutor
C) Claroline
D) Blackboard
E) WebCT
F) Ilias
ANSWER: A