Tímasetningarnar Opna prófið/Loka prófi skilgreina hvenær nemendur geta séð spurningar og tekið prófið. Áríðandi er að virkja tímasetningar um leið og próf er stofnað. Nemendur hafa ekki aðgang að spurningum prófsins utan þess tíma.
Ef próftími er ekki ljós er hægt að stilla prófið annað hvort langt fram í tímann eða aftur í tímann en láta koma fram í inngangi þess hvenær það er fyrirhugað u.þ.b.
Til að gefa tilteknum nemanda/nemendum lengri próftíma (eða annan próftíma) en almennar tímastillingar prófs kveða á um þarf að búa til frávik. Sjá nánari upplýsingar á síðunni Nemandi með lengri/annan próftíma.
Já, það er gert með því að búa til frávik. Moodle uppfærir próftímann þó svo að nemandi sé í miðri próftöku. Sjá upplýsingar á síðunni Nemandi með lengri/annan próftíma.
Já, með því að búa til frávik í prófinu fyrir viðkomandi nemanda (nemendur) og breyta fjölda heimilaðra próftilrauna í frávikinu. Nemandi með lengri/annan próftíma.
Í prófstressi getur komið fyrir að nemandi sendi inn prófúrlausn sína fyrir mistök, smelli á senda og hætta. Hægt er að gefa nemanda aðgang til að byrja upp á nýtt eða halda áfram með prófið með eftirfarandi hætti.
- Ef nemandi var ekki byrjaður að svara prófinu er best að eyða fyrri próftilraun hans. Nemandi getur þá opnað prófið aftur og byrjað nýja próftöku, eins og ekkert hafi í skorist.
- Smellið á prófið.
- Undir yfirstjórn prófs (vinstra megin) er farið í niðurstöður > yfirlit.
- Merkið við nafn nemanda og smellið á eyða völdum skilum.
- Ef nemandi hefur þegar svarað hluta prófsins er betra að hann fái aðra próftilraun þar sem fyrri svör koma fram. Gera þarf eftirfarandi breytingar í uppsetningu prófsins:
- Smellið á prófið og farið í uppsetningu undir yfirstjórn prófs (vinstra megin).
- Undir liðnum einkunn er valið 2 við fjöldi heimilaðra próftilrauna.
- Undir liðnum hegðun spurninga er smellt á sýna meira og valið já við tilraun byggir á næstu á undan. Þetta þýðir að síðari próftilraun nemanda inniheldur fyrri svör hans.
Athugið að með þessari leið fá aðrir nemendur einnig færi á að opna aðra próftilraun. Það kemur þó í fæstum tilfellum að sök þar sem tímastillingar prófs koma í veg fyrir aðra próftöku síðar.
Ef nemandi lokaði einungis prófinu (eða vafranum) en smellti ekki á senda og hætta þarf ekkert að gera. Nemandi getur þá farið aftur í prófið og smellt á halda áfram með síðustu tilraun. Fyrri svör nemanda eru í flestum tilfellum öll vistuð í kerfinu.
- Smellið á prófið og farið í uppsetning undir yfirstjórn prófs vinstra megin.
- Smellið á hlutann einkunn og breytið stillingum (sjá mynd).
Mögulegt er að raða ákveðnum fjölda spurninga á hverja síðu prófs með einni aðgerð, bæði í uppsetningu prófs og á síðunni Breyta prófi. Síðan Breyta prófi gefur einnig möguleika á að draga spurningar á milli síðna, stilla tilteknum spurningum saman og setja mismunandi fjölda spurninga á síður.
Sjá nánar mynd ásamt útskýringum á aðgerðarhnöppum á síðunni Breyta prófi.
- Smellið á prófið á áfangasíðunni.
- Smellið á breyta prófi undir yfirstjórn prófs (í stillingum vinstra megin).
- Í efra hægra horni er hámarkseinkunn breytt (sjá mynd).
- Vistið.
- Smellið á prófið á áfangasíðunni.
- Smellið á breyta prófi undir yfirstjórn prófs (í stillingum vinstra megin).
- Smellið á pennamerkið aftan við spurninguna, sláið inn stigafjölda og ýtið á enter á lyklaborði. Athugið að hér er lýst hvernig stigafjölda spurningar er breytt í tilteknu prófi en í uppsetningu spurningarinnar er einnig skráður stigafjöldi fyrir spurninguna (default mark) sem er þá hundsaður í útreikningi prófsins.
Aðgangur nemenda að eigin prófúrlausn, eftir að þeir hafa lokið við og sent inn próf, er stilltur í uppsetningu prófs.
- Smellið á prófið á áfangasíðunni.
- Farið í tannhjólið í efra hægra horni og í uppsetningu undir. Uppsetning prófsins opnast.
- Skrunið niður að hlutanum valkostir við yfirlit.
Merkið við þá valkosti sem eiga að vera aðgengilegir nemendum. - Vistið neðst á síðunni.
Sjá nánar á síðunni nýtt próf stofnað í kaflanum valkostir við yfirlit.
- Smellið á prófið (nýja prófið) á áfangasíðunni.
- Farið í uppsetningu prófsins, undir yfirstjórn prófs vinstra megin.
- Skrunið niður að hlutanum skilyrða aðgang og opnið (smellið á).
- Smellið á ný aðgangsstýring og veljið einkunn í glugganum sem opnast.
- Veljið fyrra prófið í fellilistanum og skráið einkunn/einkunnabil í prósentum í reit/reiti (sjá mynd).
Já, nánari leiðbeiningar eru á síðunni próf fyrir valda nemendur.
Já, það er hægt að setja aðgangsstýringar í próf út frá einkunn í öðru/öðrum verkefnum eða prófum. Þetta er hægt að gera með tvennum hætti:
- Setja upp aðgangsstýringu út frá einkunn inn í uppsetningu prófs fyrir hvert og eitt verkefni sem nemandi þarf að hafa lokið, sem sagt eina aðgangsstýringu fyrir verkefni 1, aðra fyrir verkefni 2, enn aðra fyrir verkefni 3 o.s.frv.
- Setja aðgangsstýringu í uppsetningu hvers verkefnis fyrir sig og eina aðgangsstýringu í prófið: Aðgangsstýring á verkefni 2 væri að nemandi hefði lokið verkefni 1, aðgangsstýring á verkefni 3 að nemandi hefði lokið verkefni 2 o.s.frv. Með þessum hætti væri nóg að setja upp eina aðgangsstýringu í prófið þ.e. að nemandi hafi lokið síðasta verkefninu með viðeigandi einkunn.
- Próf með yfirsetu.
- Gerð spurninga.
- Takmarkaður tími.
- ip-tölur netkerfis.
- Lykilorð á próf (sem gefið er upp í prófstofu).
- Safe exam browser.
- Láta nemendur vita að Moodle skráir allar aðgerðir þeirra í kerfinu (fælingarmáttur).
Sjá nánar: Quiz FAQ á Moodle.org