Uppsetning áfanga

Á áfangasíðunni (forsíðu áfanga) undir tannhjóli, í efra hægra horni, er farið í uppsetningu. Þar getur kennari breytt ýmsum atriðum sem stjórna viðmóti áfangans t.d. :

  • í hversu marga hluta/vikur miðjudálkur áfangans skiptist
  • hvort vefurinn er uppsettur m.v. vikur eða efnisþætti
  • hvort hægt er að fella saman vikur (efnisþætti) og skoða eina og eina viku í einu
  • hvenær kennsla hefst (svo dagsetningar vikna komi rétt) og hvenær áfanga er lokið. Þegar áfanga er lokið kemur hann fram undir "Eldri" áfanga flipanum á stjórnborði.
  • skilyrða að áfangi birtist á tilteknu tungumáli
  • hvort vefurinn á að vera falinn fyrir nemendum til að byrja með o.fl.

Leiðin: Áfangasíðan > Tannhjól (í efra hægra horni)

  1. Opnið áfangann og veljið Uppsetningu undir tannhjólinu til hægri. Síða með stillingum opnast. Með því að smella á spurningamerkin við einstök atriði er hægt að fá upplýsingar um tilgang þeirra. Sjá nánar vídeóið fyrir ofan og upplýsingar um einstök atriði hér fyrir neðan.
    uppsetning áfanga

Nánari útskýringar á einstökum atriðum í uppsetningu

Almennt
Lýsing
Áfangasnið
Viðmót
Skráning vinnuskila
Hópar