Einkunnir birtar sem bókstafir

Einkunnir sem gefnar eru í stigum/tölum t.d. 0-10, 0-100 eða 0-5 er einfalt að birta sem bókstafi í Moodle. Prósentugildi á bak við hvern bókstaf má sjá á mynd neðst á síðunni. Einkunnir er hægt að birta sem bókstafi hvort sem er fyrir einstök atriði, verkefni/próf eða fyrir heildareinkunn áfanga (athugið að hér er ekki er verið að tala um einkunnaskala, þeir virka á annan hátt).

Hér fyrir neðan er útskýrt hvernig lokaeinkunnir áfanga eru birtar sem bókstafir en eins er farið að við einstök atriði s.s. verkefni og próf eða flokka einkunnabókar.

  1. Opnið áfangann.
  2. Smellið á uppsetning á einkunnabók í stillingum undir umsýslu áfanga.
  3. Smellið á breyta aftan við heiti áfangans og veljið uppsetning (sjá mynd).
    lokaeinkunn-uppsetning
  4. Smellið á sýna meira undir samtala flokks.
  5. Veljið bókstafur við tegund einkunnabirtingar.
  6. Vistið breytingar.

Einkunnabókstafir

Prósentugildi á bak við einkunnabókstafi má sjá hér fyrir neðan. Þau eru skilgreind í RVK Moodle samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla.

einkunnir birtar sem bókstafir

Myndin sýnir hvernig prósentugildi raðast á bak við hvern bókstaf þegar einkunnir eru sýndar sem bókstafir í einkunnabók áfanga. Athugið að þessi gildi eru ekki upprunaleg í Moodle heldur hefur þeim verið breytt svo þau samræmist aðalnámskrá grunnskóla.