Snepill

Leiðin: Áfangasíða í ritham – +nýtt viðfangsefni eða aðföng – snepill – nýtt

Það sem búið er til með snepli er birt beint á áfangasíðu. Snepill er notaður til að birta textabúta, myndir, vídeó eða annað. Snepil er hægt að afrita og draga á nýjan stað sem kemur sér vel þegar búa á til mörg eintök af því sama s.s. láréttar línur til að afmarka hluti, titla sem á að birta í hverri viku o.þ.h .

  1. Setjið áfangann í ritham.
  2. Smellið á +nýtt viðfangsefni eða aðföng.
  3. Skrunið niður í panelnum sem opnast, veljið snepil og smellið á nýtt.
  4. Setjið innihaldið í ritilinn og vistið.