Í Moodle er hægt að birta vídeó nánast alls staðar, t.d. á áfangasíðunni (með snepli), á sér síðu, eða annar staðar þar sem hægt er að nota ritilinn. Svona er farið að:
- Finnið vídeóið á youtube.com og smellið á Share fyrir neðan vídeóið.
- Smellið á Copy í glugganum sem opnast.
- Opnið áfangann í Moodle og setjið áfangasíðuna í ritham.
- Finnið atriðið (t.d. síðuna eða snepilinn) þar sem vídeóið á að birtast, smellið á breyta við atriðið og á uppsetningu (eða smellið á +nýtt viðfangsefni eða aðföng og stofnið nýtt).
- Smellið á audio/video-hnappinn í ritlinum.
- Veljið video flipann í glugganum og límið inn slóðina, sem áður var afrituð á Youtube. Hægt er að líma með því að hægra smella í línuna og velja paste eða nota flýtileiðina Ctrl-v.
- Smellið á Insert media og vistið breytingar.
* Athugið að ef um síðu er að ræða er efni síðunnar, þar með vídeóið, ávallt sett í neðri ritilinn.
Önnur leið til að birta vídeó frá Youtube
Einnig er hægt að afrita embed-kóða vídeósins á Youtube í stað slóðarinnar. Embed kóðinn er þá límdur inn í html umhverfi ritilsins. Til að komast í html-umhverfið er smellt á html-hnappinn í ritlinum. Með þessari leið birtist vídeóið vinstra megin og örlítið stærra.
Í Moodle er hægt að birta vídeó á nánast alls staðar t.d. á áfangasíðunni (með snepli), á sér síðu, eða annar staðar þar sem hægt er að nota ritilinn. Svona er farið að:
- Finnið vídeóið á vimeo.com, músið yfir vídeóið og smellið á Share-táknið (pappírsflaugina), hægra megin á vídeóinu.
- Veljið kóðann í embed glugganum (nægir að smella einu sinni).
- Afritið kóðann, annað hvort með því að hægri smella og velja Copy eða með flýtileiðinni Ctrl-c.
- Opnið áfangann í Moodle og setjið áfangasíðuna í ritham.
- Finnið atriðið (t.d. síðuna eða snepilinn) þar sem vídeóið á að birtast, smellið á breyta við atriðið og á uppsetningu (eða smellið á nýtt viðfangsefni eða aðföng og stofnið nýtt).
- Smellið á html-hnappinn í ritlinum.
- Límið inn embed kóðann sem áður var afritaður á vimeo.com. Hægt er að líma með því að hægra smella í línuna og velja paste eða nota flýtileiðina Ctrl-v.
- Vistið breytingar.
* Athugið að ef um síðu er að ræða er efni síðunnar, þar með vídeóið, ávallt sett í neðri ritilinn.