Með aðgangsstýringu er hægt að setja upp eitt skilyrði eða fleiri sem nemandi þarf að uppfylla til að fá aðgang að prófi. Aðrir nemendur en þeir sem uppfylla skilyrðin geta þá ekki tekið prófið. Sem dæmi er hægt að setja það sem skilyrði að nemandi tilheyri ákveðnum hópi áfanga, að hann hafi lokið öðru verkefni eða að hann hafi ekki náð lágmarkseinkunn í öðru prófi. Aðgangsstýring er sett upp í uppsetningu prófs.
Önnur viðfangsefni í Moodle og aðföng bjóða einnig upp á aðgangsstýringu.
*Moodle býður upp á aðgangsstýringar í öllum gerðum viðfangsefna og aðfanga.