Stig, gildi, skalar eða kvarðar

Munurinn á einkunnagjöf í stigum annars vegar og með einkunnaskala hins vegar vefst oft fyrir notendum. Hér er gerð tilraun til að útskýra málið,

Kaflarnir stig og einkunnaskali hér fyrir neðan eiga við uppsetningu á: skilaverkefni, kennslustund, turnitin og journal.

Stig (gildi)

Þegar verkefni er stofnað er sjálfvalið í uppsetningunni að tegund einkunnar miðist við stig og hámarksstig séu 10 (eða 100). Þetta merkir að einkunnagjöf verkefnisins miðast við 0-10 (eða 0-100 sé 100 valið sem hámarksstig). Stig merkir því að einkunnin er gefin í tölum en einfalt er að birta síðan einkunnina í bókstöfum.  Ef nákvæmni er áríðandi í útreikningi loka- og heildareinkunna í áfanga er mælt með því að nota stig.

Orðið gildi (tölugildi) er notað í einkunnabók og merkir það sama og stig í uppsetningu verkefnis.

Einkunn stig

Sjálfvalinn kostur í uppsetningu verkefnis er stig og hámarksstig 10 sem merkir að einkunnir fyrir verkefnið eru gefnar á bilinu 0-10.  (þegar stig eru valin er einkunnaskali ekki notaður og er óvirkur)

Einkunnaskali (kvarði)

Í uppsetningu verkefna er mögulegt að velja einkunnaskala í stað þess að nota stig við einkunnagjöf. Einkunnaskalar í boði í Moodle grunnskóla eru t.d. „lokið/ólokið“ , skalinn „Bókstafir A, B+, B, C+, C, D hæfniviðmið“ og fleiri. Athugið að mismunandi er hvaða einkunnaskalar eru í boði í hverju Moodle-kerfi, þar sem skalarnir eru settir upp sérstaklega af kerfisstjóra.Kennari getur sett upp eigin einkunnaskala sem koma þá einungis fram í hans áfanga.

Á bak við hvert atriði einkunnaskala eru ávallt stig (tölugildi) sem Moodle notar þegar reikna þarf út lokaeinunn og/eða heildareinkunnir flokka séu þeir notaðir. Stundum getur verið óljóst hvernig tölugildi raðast á bak við atriði í einkunnaskala og oft hefur gætt misskilnings varðandi það. Vegna þess er mælt með því að nota frekar stig a.m.k. ef nákvæmni í útreikningi einkunna er áríðandi. Ef einkunnaskali er notaður er mörgum verkefnum getur safnast upp skekkja í útreikningi lokaeinkunnar.

Orðið kvarði er notað í einkunnabók í stað einkunnaskala.

ATHUGIÐ! Ef nákvæmni í útreikningi lokaeinkunna (eða heildareinkunna flokka í einkunnabók) er áríðandi mælir moodle.org með að nota frekar stig en einkunnaskala. Einfalt er í Moodle að birta einkunnir sem bókstafi þó einkunnir séu gefnar t.d. frá 0-10.