- Opnið umræðuna.
- Smellið á heimildir undir umsýsla umræðu.
- Finnið meta innlegg í listanum og smellið á +merkið aftan við (þegar músað er yfir merkið sést „heimila“).
- Smellið á nemandi.
- Farið í þátttakendur undir áfanganum í stiklu (sjá mynd).
- Smellið á nafn nemanda, prófílsíða nemanda opnast.
- Smellið á innlegg í umræður eða umræður (sjá mynd).
- Smellið á eigið nafn í efra hægra horni.
- Smellið á kjörstillingar umræðu.
- Þar sem stendur fylgjast með lestri umræðna þarf að velja já auðkenndu ný innlegg.
- Vistið.
Skilaboð um ólesin innlegg eru sýnd á stjórnborði notandans og þegar umræða er opnuð sést hvaða innlegg eru lesin og ólesin.
- Smellið á eigið nafn í efra hægra horni og veljið lýsingu.
- Smellið á innlegg í umræðu undir ýmislegt.
Einkunnaskalinn „like“ búinn til
- Farið í uppsetningu á einkunnabók undir umsýslu áfanga.
- Í listanum uppsetning á einkunnabók ofarlega til vinstri, undir einkunnaskalar veljið skoða.
- Skrunið neðst á síðuna og smellið á nýr einkunnaskali.
- Gefið skalanum nafn og setjið like í línuna fyrir einkunnaskala. Í stað „like“ væri t.d. hægt að nota gagnlegt.
- Vistið.
Gefa nemendum heimild til að meta
Sjá svar við spurningunni Hvernig er hægt að leyfa nemendum að meta innlegg?
Velja einkunnaskalann í uppsetningu umræðunnar
Einnig þarf að velja einkunnaskalann í uppsetningu umræðunnar undir liðnum mat.
Já, með því að opna umræðuna og umræðuþráðinn og smella á tengilinn gerast áskrifandi, ofarlega hægra megin.
Samkvæmt sjálfgefnu stillingunni geta einungis kennarar búið til spurningu í sos umræðu (spurt og svarað umræða). Til að gefa nemendum heimild til að búa til spurningar gerið eftirfarandi:
- Opnið umræðu.
- Farið í heimildir undir umsýslu umræðu.
- Finnið Ný spurning mod/forum:addquestio og smellið á +merkið við (þegar músað er yfir +merkið sést „heimila“) og svo á nemandi.
Þegar umræður eru notaðar í áfanga kemur fyrir að Moodle sendir póst til allra í áfanga í hvert skipti sem einhver skráir innlegg í umræðu. Þetta stýrist af tvennu.
- Áskrift umræðu – Ef umræðan er stillt á skylduáskrift geta notendur ekki sagt upp áskrift að umræðunni. Áskrift þýðir tölvupóstur. Í uppsetningu umræðunar getur kennari breytt í valkvæma áskrift, þá ræður hver og einn hvort hann er áskrifandi eða ekki. Mælt er með að nota ekki skylduáskrift nema brýna nauðsyn beri til.
- Þínum persónulegu stillingum í sambandi við umræður – Þar getur hver notandi stillt t.d. hvort hann fær einn tölvupóst daglega með öllum innleggjum í umræðu (eða einungis titlum) sem hentar til að fækka tölvupóstum þegar um skylduáskrift er að ræða. Hér fyrir neðan eru persónulegar stillingar vegna umræðna útskýrðar: Persónulegum stillingum notanda breytt vegna umræðna Smellið á eigið nafn í efra hægra horni og veljið stillingar. Smellið á kjörstillingar umræðu og veljið það sem hentar (sjá nánari útskýringar fyrir neðan).
Hvers konar samantekt – Viðfangsefni (einn tölvupóstur á dag, einungis með viðfangsefnum)
Ef þetta er valið fær notandinn einn tölvupóst á dag frá Moodle einungis með titlum innleggja í umræðu sem hann er áskrifandi að, innleggin sjálf þarf hann að lesa á Moodle.
Sjálfvirk áskrift að umræðu
Hér getur notandinn valið hvort Moodle gerir hann sjálfvirkt að áskrifanda umræðu þegar hann skráir innlegg í umræðuna.
Fylgjast með lestri umræðna
Þegar valið er „Já: auðkenndu ný innlegg“ fylgist Moodle með hve mörg innlegg hafa bæst við umræðu frá því að notandinn skoðaði hana síðast. Þetta sést á forsíðu áfanga aftan við tengil á umræðu t.d. „(3 ný innlegg)“. Þessi stilling er þægileg að því leyti að notandinn þarf þá ekki að opna umræðu til athuga hvort eitthvað nýtt hefur bæst við.
„When sending forum post notifications“
Þegar notandinn fær tölvupóst um innlegg í umræðu, er hægt að velja hvort viðkomandi innlegg skuli merkt sem lesið í Moodle. Þá kæmu ekki fram upplýsingar um innleggið á forsíðu áfangans skv. kaflanum hér fyrir ofan.