Listi yfir verkfæri og tilgang þeirra

Moodle býður upp á margs konar verkfæri til að setja upp viðfangsefni og aðföng fyrir nemendur. Verkfærin hafa ólíka virkni og möguleika.

Úrval verkfæra í Moodle skoðað

  1. Setjið áfangann í ritham með því að smella á hnappinn efst til hægri.
  2. Smellið á +Nýtt viðfangsefni eða aðföng. Gluggi opnast sem sýnir verkfæri í boði vinstra megin.
  3. Með því að smella einu sinni á tiltekið verkfæri má fá útskýringar á því hægra megin í glugganum (sjá mynd).

Sjá nánari upplýsingar um einstök viðföng og aðföng á moodle.org.

Viðfangsefni og aðföng

Útskýringar á verkfærum í Moodle eru ýmist á íslensku eða ensku en nánari upplýsingar má finna um hvert verkfæri fyrir sig á moodle.org. Á youtube.com er oft að finna vídeó um einstök verkfæri í Moodle.

+Nýtt viðfangsefni eða aðföng er ekki á vef áfangans

Verkfæri í blokkum

Í blokkum eru einnig ólík verkfæri, sérstaklega varðandi umsýslu ýmis konar, skipulag áfanga og aðgang nemenda að þeim upplýsingum sem blokk birtir. Sjá nánar um blokkir.