Einungis áfangastjóri (manager) hefur aðgang að spurningabönkum í flokki fyrir skóla eða í yfirspurningaflokki Moodle (kjarni).
Ef kennari vill deila spurningum sínum með öðrum kennurum sama skóla eða jafnvel kennurum annarra skóla er hægt að færa viðkomandi spurningar í flokk skólans eða í flokkinn kjarna sem er yfirflokkur fyrir kerfið. Einnig er hægt að afrita spurningar áfangans og setja í flokka fyrir skóla eða kjarnaflokk.
Hafa skal í huga að einungis viðkomandi kennari hefur aðgang til að breyta spurningum sem geymdar eru í flokki áfanga en aðrir hafa aðgang spurningar í .
Ef spurningum er deilt er áríðandi að flokka spurningar vel. Æskilegt er að láta koma fram hvaðan spurningar koma (skóla, nafn kennara) og jafnvel skrá lýsingu á því hvaða spurningar eru í hverjum flokki.