Ný síða

Í ritham – +nýtt viðfangsefni eða aðföng – síða – nýtt

Síða er venjuleg vefsíða sem hægt er að bæta við áfanga. Á síðuna er hægt að setja ýmis konar efni; texta, tengla, myndir, vídeó, hljóðskrár eða annað. Oft hentar betur að nota vefsíðu undir efni sem kennari skrifar sjálfur, t.d. námsáætlun, í stað þess að setja efnið í skrá og hlaða upp í Moodle. Einfaldara er að uppfæra efni sem sett er á vefsíðu auk þess sem hún er aðgengilegri fyrir snjalltæki en skrár. Ef nemandi þarf hins vegar að geta hlaðið efninu niður hentar betur að setja efnið inn sem skrá.

  1. Setjið áfangann í ritham.
  2. Smellið á +nýtt viðfangsefni eða aðföng.
  3. Skrunið niður í panelnum sem opnast, veljið síða og smellið á nýtt (eða tvísmellið á síða).
  4. Gefið síðunni nafn. Nafn síðunnar verður tengill á forsíðu áfangans.
  5. Hægt er að setja lýsingu í ritilinn fyrir neðan ef óskað er og birta hana með titlinum á forsíðu áfangans.
  6. Efni síðunnar er sett í neðri ritlinn.
  7. Veljið aðrar stillingar eins og við á og vistið neðst á síðunni.

Á síðu er einnig hægt að birta ýmis konar efni annars staðar frá  t.d. Google-kort, Youtube eða Vimeo vídeó eða frétt úr vefmiðli. Það er gert með því að líma „embed“ kóða í html umhverfi ritilsins.