Með því að setja upp flokk/flokka í einkunnabók er hægt að gefa nemanda heildareinkunn fyrir tiltekin verkefni í áfanga. Hægt er að láta öll verkefni innan flokks gilda jafnt eða að gefa hverju og einu sérstakt vægi. Hægt er að fella niður lægstu einkunn nemanda, eina eða fleiri, í útreikningi einkunnar fyrir flokkinn. Einnig er mögulegt að setja lágmarkseinkunn flokks. Einkunnir nemanda undir lágmarkseinkunn eru þá auðkenndar í einkunnagjafarskýrslu. Flokk er svo gefið vægi í lokaeinkunn áfanga.
Dæmi:
Lögð eru fyrir vikuleg próf. Þau eru sett saman í flokk í einkunnabók til að láta Moodle reikna heildareinkunn prófanna. Nemandi fær að sjá heildareinkunn sína fyrir öll prófin.
Útreikningur flokks ákvarðar hvernig einkunnir í flokki reiknast saman
Mögulegt er að velja úr nokkrum gerðum útreiknings m.a.:
- Vegið meðaltal einkunna (weighted mean of grades) - Ef verkefni innan flokks hafa mismunandi vægi er nauðsynlegt að nota vegið meðaltal einkunna til að geta skráð vægi hvers verkefnis fyrir sig.
- Hrátt (einfalt) vegið meðaltal einkunna (simple weighted mean of grades) - Ef öll verkefni innan flokks gilda jafnt er hægt að velja hrátt vegið meðaltal. Þessi útreikningur gerir ráð fyrir að hámarkseinkunn verkefna geti verið mismunandi, t.d. að gefið sé á bilinu 0-10 í einu verkefni í flokknum, 0-25 í öðru o.s.frv.
- Meðaltal einkunna (mean of grades) - Ef verkefni í flokki gilda öll jafnt og hafa öll sömu hámarkseinkunn, sem dæmi að gefið sé á skalanum 0-10 í þeim öllum, hentar að velja meðaltal einkunna. Útreikningurinn er summa allra verkefna deilt með fjölda verkefna.
Mögulegt er að sleppa lægstu einkunn nemanda (einni eða fleiri) í útreikningi fyrir heildareinkunn flokks með því að setja viðeigandi tölu við sleppa lægstu, s.s. 1 til að sleppa lægstu einkunn nemanda (innan flokksins), 2 til að sleppa tveimur lægstu einkunnum nemanda o.s.frv.
Leiðin: Áfangi > Einkunnir > Uppsetning > Uppsetning á einkunnabók
- Opnið áfangann og smellið á einkunnir í leiðartré.
- Farið í flipann uppsetningu og undirflipann uppsetningu á einkunnabók.
- Smellið á bæta við flokki neðst á síðunni. Gefið flokknum heiti og veljið útreikning flokks, sjá nánari útskýringar á möguleikum útreiknings í kaflanum fyrir ofan.
- Vistið breytingar.
Verkefni, próf eða önnur viðföng færð í flokk
- Merkið við þau verkefni sem á að færa í flokkinn, aftast í línunni.
- Veljið flokkinn í listanum neðst á síðunni (sjá mynd). Skilaboðin Recalculating grade koma upp.
- Smellið á Áfram.
Vægi flokks
Vægi flokks í lokaeinkunn áfanga er skráð í reit við flokk (sjá mynd).
Ef reitur fyrir vægi flokks er ekki sýnilegur þarf að breyta tegund útreiknings fyrir áfangann sjálfan. Smella þarf á breyta aftan við áfangann (sjá mynd fyrir neðan), smella uppsetningu, velja síðan vegið meðaltal einkunna við útreikning og vista.