Wiki

Með Wiki getur kennari gert nemendum kleift að búa til síður. Wiki hentar sérstaklega vel til samvinnu og hópvinnu ýmis konar. Nemendur geta þá unnið í og breytt sömu síðum. Moodle sér um að halda utan um ólíkar útgáfur hvers nemanda. Nemandi getur borið saman ólíkar útgáfur af síðum og jafnvel endurheimt eldri útgáfu af síðu.

Sé Wiki sett upp fyrir einstaklinga fær hver og einn nemandi sitt eigið Wiki þar sem hann einn getur breytt og búið til síður. Það getur t.d. hentað fyrir minnisbók eða hugleiðingar nemanda.

Í vídeóinu fyrir neðan er sagt frá Wiki og sýnt hvernig það er sett upp.