Viðfangsefni í Moodle vísar til þess sem nemandi þarf að fást við eða skila t.d. skila verkefni, skrá innlegg í umræðu, taka próf, skrá sig í hóp og fleira þess háttar.
Kynning á viðfangsefnum
Hlekkir á nánari leiðbeiningar fylgja.
Um skilaverkefni
Með skilaverkefni getur kennari birt verkefnalýsingu, tekið á móti skilum nemenda, veitt endurgjöf og einkunn. Það býður upp hópskila og er einnig hægt að nota þó ekki sé um stafræn skil að ræða t.d. fyrir tilraun eða handavinnu. Skiladagur verkefnis er birtur í dagatali nemandans. Skilaverkefni býður upp á þróaða endurgjöf.
- Uppsetning skilaverkefnis
- Hópverkefni
- Einkunnarammi (rubric)
- Endurgjöf og einkunn
og ýmislegt fleira.
Upplýsingar á um skilaverkefni moodle.org
Um mismunandi notkunarmöguleika skilaverkefnis á moodle.org
Um umræðu
Í umræðu geta nemendur og kennarar stofnað málefni, skráð innlegg, svarað spurningum, skipst á hugmyndum, deilt skrám, myndum, vídeóum og fleira, allt eftir tegund og uppsetningu umræðunnar. Umræðu er hægt að setja upp í hópum eða þannig að allir taki þátt saman. Hana er einnig hægt að einskorða við ákveðin hluta nemenda (hóp) t.d. fjarnema.
Ólík spjalli (chat) í Moodle er umræða ekki bundin rauntíma, sem þýðir að nemandi getur skráð innlegg eða svarað þegar honum hentar eða m.v. fyrirmæli kennara.
Innlegg nemenda er hægt að meta til einkunnar. Moodle reiknar þá saman einkunn nemanda fyrir öll innlegg sem hann skráði í umræðu. Einnig er mögulegt að nota jafningjamat í umræðu og leyfa nemendum meta innlegg samnemenda sinna.
Sjá nánar:
Próf í Moodle býður upp á ýmsar gerðir spurninga s.s. fjölvalsspurningar, rétt/rangt, stutt svar og ritgerðaspurningar.
Kennari getur m.a.:
- stýrt hve oft nemanda leyfist að taka prófið
- fest tímasetningu prófs. Mögulegt að gefa einstökum nemendum annan eða lengri próftíma
- ruglað röð spurningar eða látið Moodle velja spurningar af handahófi í hvert skipt sem próf er tekið.
- látið koma fram ábendingar (hints) í próftökunni
- merkt við hvort nemandi má sjá rétta svarið eftir próftöku
Moodle reiknar út einkunnir fyrir próf um leið og nemandi lýkur próftöku, fyrir utan ritgerðarspurningar. Próf býður upp á endurgjöf fyrir einstaka svarliði fjölvalsspurninga, fyrir spurningu og heildarendurgjöf fyrir próf.
- Nánar um próf og spurningabanka
- Próf stofnað
- Spurning bætt í próf
- Nemandi með lengri próftíma (eða annan próftíma)
- Spurningar og svör um próf
- Spurningabankinn
og ýmislegt fleira varðandi próf.
Kennslustund samanstendur af vefsíðum með námsefni og spurningum sem nemanda er ætlað að svara. Hana er hægt að setja upp á einfaldan hátt þar sem nemandi fer alltaf beint á næstu síðu sem inniheldur námsefni eða spurningu en það er líka hægt að setja kennslustund upp þannig að nemandi fari ákveðna leið í gegnum efnið sem byggist á því hvernig hann svarar spurningum. Þannig getur hver nemandi fengið mismunandi efni og spurningar í sömu kennslustund. Ef nemandi má fara í gegnum kennslustundina oftar en einu sinni gæti hann fengið mismunandi efni í hvert skipti.
Sjá nánar um kennslustund.
Verkstæði í Moodle er gerð verkefnaskila sem býður upp á jafningjamat og sjálfsmat. Kennari setur upp matsblað (rúbrikku) sem nemendur nota til að meta verk samnemenda og eigið verk ef sjálfsmat er virkjað.
Sjá nánar:
Safn er einfalt verkfæri sem býður upp á marga möguleika. Það er t.d. hægt að nota til að leyfa nemendum að deila efni eða fyrir fagorðasafn.
Gagnagrunnur er til að safna gögnum frá nemendum. Að því leyti svipar honum til safns (glossary). Í gagnagrunni setur kennarinn upp form sem nemandi fyllir út. Í forminu er m.a. hægt að leyfa nemanda að hlaða inn skrá, skrifa titil, skrifa texta, setja inn mynd, velja dagsetningu o.fl.
Með gátlista getur kennari sett upp lista af atriðum sem nemandi merkir við.
Kennari getur fylgst með framvindu nemenda eftir því sem þeir merkja við atriðin. Hægt er að velja hvort atriði á að vera valfrjálst eða skylda. Einnig er mögulegt að leyfa nemanda að bæta við eigin atriðum í sinn lista.
Með því að nota hópaval getur kennari leyft nemendum að skrá sig í hópa. Kennari stofnar til að byrja með upp „tóma hópa“, setur síðan upp hópaval sem hann tengir við tómu hópana.
Með valkosti getur kennari varpað fram spurningu og boðið nemendum að velja úr nokkrum kostum. Hægt er leyfa nemanda að sjá niðurstöður eftir að hann hefur svarað, eftir að tími til að svara er runninn út, eða að birta nemendum ekki niðurstöður. Einnig er hægt að velja um hvort niðurstöður eru birtar undir nafni eða nafnlaust.
Endurgjöf er til að leggja spurningakannanir fyrir nemendur. Hún býður upp á nokkrar gerðir spurninga m.a. krossaspurningar, já/nei spurningar og textasvör. Spurningakönnun er hægt að hafa nafnlausa eða undir nafni. Hægt er að stjórna því hvort nemendur sjá niðurstöður eða einungis kennari.
* Endurgjöf er ekki ætluð fyrir námsmat og býður því ekki upp á einkunnagjöf.