Um netföng nemenda

Þegar notandi (nemandi eða kennari) er skráður í Moodle er nauðsynlegt að skrá netfang notandans. Netfangið þarf að vera vera einkvæmt, ekki er mögulegt að skrá sama netfang hjá fleiri en einum notanda. Moodle sendir t.d. tölvupóst til nemanda þegar hann hefur fengið einkunn fyrir verkefni, þegar hann hefur fengið svar við innleggi í umræðu eða þegar kennari sendir tilkynningu til nemenda. Ef nemandi glatar lykilorðinu sínu getur hann einnig fengið tölvupóst frá Moodle með tengli til að búa til nýtt lykilorð.

Nemandi notar ekki netfang

Í þeim tilfellum sem nemandi á ekki netfang og kemur ekki til með að nota það, t.d. vegna þess að hann er of ungur, getur reynst nauðsynlegt að bjarga málum án eiginlegs netfangs. Hér fyrir neðan er tilgreind ein leið til þess.

  1. Stofnið eitt gmail netfang. Sem dæmi saebolsskoli@gmail.com
  2. Skráið netföng nemenda í Moodle út frá þessu eina netfangi. Dæmi:
    1. saebolsskoli+annajonsdottir@gmail.com
    2. saebolsskoli+arnidavidsson@gmail.com o.s.frv.
      Moodle samþykkir þessi netföng sem einkvæm.
  3. Allur póstur sem moodle sendir á ofangreind netföng fer í pósthólfið saebolsskoli@gmail.com