Sjálfinnritun

Umsýsla áfanga > notendur > innritunarleiðir – sjálfinnritun

Með því að virkja sjálfinnritun er hægt að leyfa nemendum að innrita sig sjálfir í áfanga. Nemendur þurfa þó að vera skráðir notendur í kerfinu svo þetta sé mögulegt.

  1. Farið í notendur og innritunarleiðir undir umsýslu áfanga.
    sjálfinnritun
  2. Smellið á augað aftan við sjálfinnritun (línan fer af auganu).
  3. Smellið á tannhjólið aftan við sjálfinnritun. Upp kemur form þar sem innritunarlykill (lykilorð) er skráður. Innritunarlykilinn þarf að senda nemendum ásamt slóð á áfangann.
  4. Neðst í forminu þarf annað hvort að taka merkingu úr við senda skilaboð til nemenda við innritun í áfanga eða skrá skilaboð til nemenda um að þeir séu innritaðir í áfangann. Moodle sendir þessi skilaboð í tölvupósti til nemanda þegar hann hefur innritað sig.

Nemandi skráir sig í áfanga

Til að innrita sig í áfangann skráir nemandi sig inn í Moodle. Nemandinn finnur áfangann og smellir á hann eða notar slóðina á áfangann sem kennarinn sendi. Möguleiki til innritunar opnast. Nemandi skráir innritunarlykilinn sem hann fékk hjá kennara og smellir á innritaðu mig (sjá mynd).

sjálfinnritun nemanda