Um vefinn

Leiðbeiningarnar eru skipulagðar út frá því hlutverki sem notandi hefur í Moodle. Undir hlekknum Nemandinn eru leiðbeiningar fyrir nemendur, Kennarinn leiðbeiningar fyrir kennara og undir Skólinn eru leiðbeiningar fyrir Moodle-umsjónarfólk skóla.

Fyrir hverja eru leiðbeiningarnar?

Leiðbeiningarnar miðast við Moodle-kerfi Reykjavíkurborgar fyrir grunnskólana. Síður undir Skólinn og leiðbeiningar um innritun nemenda eiga því ekki endilega við Moodle í öðrum stofnunum og skólum. Leiðbeiningar um einstök verkfæri eru þó að mestu algildar og geta því gagnast öðrum.

Leitast verður við að uppfæra leiðbeiningarnar og bæta við þær eins og kostur er.

Til að fá vef í Moodle hjá Reykjavíkurborg sjá: Beiðni um áfangavef í Moodle.

Höfundur leiðbeininga

Höfundur vefsins og leiðbeininganna er Kristbjörg Olsen (nema annað sé tekið fram).

Ábendingar um það sem betur má fara, í orðalagi, uppsetningu, efnistökum, skipulagi eða öðru, eru velkomnar svo og ábendingar um nýtt efni. Vinsamlegast sendið þær á utr [hjá] reykjavik.is.

Moodle-vefir Reykjavíkurborgar