Skrár dregnar inn áfangasíðuna

Skrá bætt inn á áfangasíðu

Þegar ein skrá er flutt á áfangasíðuna er hún einfaldlega dregin inn. Ef um mynd er að ræða spyr Moodle hvort birta eigi myndina á áfangasíðunni eða hvort myndin á að birtast sem tengill.

 1. Setjið áfangann í ritham.
  í ritham
 2. Opnið glugga í tölvunni (gula mappan neðst á skjánum) og finnið skrána.
  gluggi í tölvunni
 3. Dragið skrána yfir í áfangann.

Mappa flutt úr tölvu á áfangasíðuna

Einfalt er að flytja möppu (með fjölda skráa og/eða undirmöppum) inn á áfangasíðuna en áður þarf að þjappa hana þ.e. gera úr henni sk. zip-skrá.

 1. Byrjið á að finna möppuna í tölvunni og þjappa hana. Það er gert með því að hægri smella á möppuna og velja compress.
  Þjappa skrá

  Það fer eftir stýrikerfi og forritum tölvunnar hvernig zip-skrá er búin til. Nánari upplýsingar um hvernig búa má til zip-skrá er hægt að gúgla t.d. með textanum „how to zip a folder“ og bæta við heiti á stýrikerfi tölvunnar.

  zip-skrá

  zip-skráin er sýnd með rennilás og hefur endinguna .zip

 2. Setjið vef áfangans í ritham og dragið zip-skrána inn á forsíðu áfangans.
  zip-skrá dregin inn í Moodle

  Þegar zip-skránni er haldið yfir áfanganum birtist textinn „Bæta við skrá(m) hér“, þá er óhætt að sleppa skránni.

 3. Gluggi opnast þar sem möguleikinn afþjappa er valinn. Smellið á sækja.
  Mappa afþjöppuð í Moodle

  Eftir afþjöppun er mappan venjuleg Moodle-mappa með tilheyrandi möguleikum.