Notanda gefið nýtt lykilorð

Leiðin: Vefumsjón > Notendur > Innskráningarreikningar > Fletta notendalista

  1. Farið í vefumsjón neðarlega til vinstri undir stillingum.
  2. Smellið á notendur, innskráningarreikningar og fletta notendalista (sjá mynd).
    fletta-notendalista
  3. Smellið á sýna meira til að fá alla leitarmöguleika (sjá mynd). Skráið leitarskilyrði.
    syna-meira-sia
    Best er að leita eftir notandanafni eða netfangi ef það er vitað. Ef leitað er út frá nafni er oftast best að sleppa millinafni.
  4. Ýtið á enter á lyklaborði eða smellið á virkja síu neðst.
  5. Leitarniðurstöður
    Undir „virkar síur“ kemur fram eftir hverju var leitað. Fyrir neðan kemur fram hverju leitin skilaði. Ef ekki tekst að finna notanda í fyrstu atrennu þarf að fjarlægja fyrri leitarskilyrði með því að smella á fjarlægja allar síur, og prófa önnur leitarskilyrði (finnist notandi ekki er líklegt að hann sé ekki skráður í kerfið).
    nidurstodur-leitar-siur
  6. Smellið á tannhjólið lengst til hægri aftan við notandann.
  7. Reikningur notandans opnast. Nýtt lykilorð er slegið inn í viðkomandi reit (sjá mynd). Með því að merkja í reitinn birta má skoða hvort lykilorðið var slegið rétt inn.lykilord
  8. Smellið á uppfæra notandaskilgreiningu neðst á síðunni.