Kerfishópar og árgangar

Moodle umsjónaraðili skóla hefur aðgang til að stofna kerfishópa undir sínum skóla.

Til hvers eru kerfishópar?
Með því að setja nemendur árgangs (eða bekks) saman í kerfishóp er hægt að innrita allan hópinn í einu lagi í áfanga. Einnig er mögulegt að beintengja áfanga við kerfishóp. Þegar það er gert endurspeglast breytingar sem gerðar eru í kerfishópnum í öllum þeim áföngum sem eru beintengdir við hann, t.d. ef nemanda er bætt í kerfishópinn þá innritast hann um leið í þá áfanga sem eru tengdir við hópinn.