Umsýsla áfanga > notendur > innritunarleiðir – samstilla við kerfishóp
- Á vef áfanga er farið í notendur > innritunarleiðir undir umsýslu áfanga.
- Veljið innritunarleiðina samstilla við kerfishóp (sjá mynd).
- Veljið viðeigandi árgang í listanum kerfishópur og smellið á ný innritunarleið (sjá mynd).
Kostir
Þegar innritunarleiðin „samstilla við kerfishóp“ er notuð uppfærist innritun í áfanga sjálfkrafa þegar breytingar eru gerðar í kerfishópi árgangs. Þannig er hægt að uppfæra innritun nemenda í öllum þeim áföngum, sem eru samstilltir við kerfishópinn, í einu.
Gallar
Innritun þarf að uppfæra í kerfishópi árgangs en er ekki möguleg í áfanganum sjálfum. Þetta gæti orsakað vandamál t.d. ef nemandi hættir í einum áfanga en heldur áfram í öðrum áföngum árgangsins. Þá hangir nafn nemanda inni í áfanga þrátt fyrir að hann sé hættur. Kennarar hafa ekki aðgang að kerfishópum. Moodle-umsjónaraðili skóla eða kerfisstjóri sjá um að uppfæra kerfishópa.