Gátlisti (Checklist)

Gátlisti er viðbót sem er að finna í RVK-Moodle. Viðbótin er smíðuð af Davo Smith.

Með verkfærinu gátlista (checklist) getur kennarinn sett upp lista með atriðum sem nemandi þarf að ljúka, einnig er hægt að hafa í listanum valfrjáls atriði. Hægt er að láta verkefni og annað í áfanga koma fram í gátlistanum og/eða setja upp ný sjálfstæð atriði. Dagsetningum er hægt að bæta við atriði og flytja í dagatal áfanga. Framvinda í gátlista kemur fram í einkunnabók áfanga.

Kennari getur valið hvort nemandi eða kennari merkir við að atriði sé lokið og kennari getur fylgst með framgangi nemenda þegar þeir merkja við atriði í listanum. Nemandi sér stiku sem birtir framvindu hans og getur einnig bætt við eigin atriðum í listann (ef kennari gerir það mögulegt í stillingum).

Nemandi getur skráð eigin athugasemdir við atriði og kennari getur sömuleiðis skráð athugasemdir við einstök atriði hjá nemanda.

Nánari upplýsingar um „checklist“ á moodle.org