Kennslustund

Leiðin: Í ritham > +Nýtt viðfangsefni eða aðföng > Kennslustund - Nýtt

Kennslustund (Lesson) er ákveðin gerð verkefnis í Moodle. Hún samanstendur af vefsíðum með námsefni og spurningum sem nemanda er ætlað að svara. Hana er hægt að setja upp á einfaldan hátt þar sem nemandi er alltaf látinn fara á næstu síðu sem inniheldur námsefni eða spurningu. Kennslustund býður einnig upp á skipulag þar sem nemanda er vísað aftur á fyrri síðu eða er látinn fara ákveðna leið  í gegnum efnið sem byggist á hans eigin svörum. Þannig getur hver nemandi fengið mismunandi efni og spurningar í sömu kennslustund. Ef nemandi má fara í gegnum kennslustundina oftar en einu sinni gæti hann fengið mismunandi efni í hvert skipti. Það er t.d. hægt að nota kennslustund til að tryggja að nemendur skilji námsefni.
Í vídeóinu hér fyrir neðan eru mismunandi útfærslur á kennslustund sýndar, bæði frá sjónarhorni nemanda og kennara.

.

Í vídeóinu hér fyrir neðan sýnir Ágúst Tómasson kennari kennslustund, bæði frá sjónarhorni nemanda og kennara og útskýrir hvernig hún er sett upp. Athugið að þó að Moodle útgáfan sem notuð er í vídeóinu sé gömul þá eru meginatriðin þau sömu og í nýrri útgáfu.

Sýnishorn af kennslustund má skoða á sýnishornavef í Moodle.


Sjá nánari upplýsingar um kennslustund (Lesson) á moodle.org