Um próf í Moodle

Próf býður upp á ítarlega möguleika til endurgjafar og er því hægt að nota til að efla nám ekki síður en fyrir námsmat. Fyrir utan margar spurningagerðir býður próf í Moodle upp á ólíka virkni spurninga í próftöku. Þar á meðal er hægt að leyfa nemanda að smella á athuga hnapp við spurningu og fá að vita hvort svar er rétt. Nemandi fær að svara spurningu aftur en fær þá færri stig fyrir svar sitt. Með annarri stillingu á virkni spurninga er hægt að láta nemanda merkja við hversu viss hann er um að svar sé rétt. Einkunn prófs reiknast þá bæði út frá því hversu öruggur nemandi er um eigin kunnáttu og hvort svar sé rétt.

Nokkrir möguleikar prófs

Spurningabanki áfanga

Hverjum áfanga fylgir spurningabanki sem heldur utan um prófspurningar áfanga. Kennnari getur unnið í spurningabankanum, búið til og flokkað spurningar óháð því hvort próf hefur verið stofnað. Nemendur fá einungis aðgang að spurningum í gegnum próf en hafa ekki aðgang að spurningabanka áfanga. Sjá nánar leiðbeiningar og upplýsingar um spurningabanka áfanga.

 Nýtt próf stofnað


Skilvirkar leiðir í notkun prófa í Moodle - Effective quiz practices - Áhugaverð grein  m.a. um tengingu við hæfniviðmið, hvernig hægt er að sporna gegn prófsvindli o.fl.

Öryggisvafri (Safe exam browser SEB)
Öryggisvafri hefur ekki verið settur upp í Moodle Reykjavíkurborgar.

Um SEB á moodle.org