Að deila spurningum

Sjálfgefið í Moodle

Kennari getur eingöngu vistað spurningar í spurningabanka þess áfanga sem hann er að vinna í hverju sinni. Kennarar annarra áfanga hafa ekki aðgang að spurningunum. Ef kennari vill nota sínar spurningar í öðrum áfanga sem hann kennir getur hann flutt spurningarnar út og flutt þær inn í annan áfanga. Sömu spurningar eru þá í tvíteknar í kerfinu.

Spurningakennari

Hlutverkið „spurningakennari“ veitir kennara réttindi til að vista spurningar í efri spurningaflokkum t.d. undir deild eða skóla og gefa með því öðrum kennurum aðgang að spurningunum.

  • Ef spurningar eru vistaðar undir deildinni stærðfræði t.d. hafa allir áfangar undir stærðfræði í viðkomandi skóla aðgang að spurningunum þ.e. kennarar þessara áfanga geta notað spurningarnar í sínum prófum.
  • Ef spurningar eru vistaðar undir skóla hafa allir kennarar skólans aðgang að spurningunum.
  • Ef spurningar eru vistaðar undir kerfið hafa kennarar allra skóla í viðkomandi Moodle-kerfi aðgang að spurningunum.

Kerfisstjóri úthlutar hlutverkinu. Vinsamlegast sendið beiðni á utr@reykjavik.is til að fá réttindi sem spurningakennari.

Að deila spurningum

Áríðandi er að flokka vel spurningar sem er deilt og hafa heiti spurninga lýsandi. Þetta á reyndar alltaf við en er sérstaklega mikilvægt þegar spurningum er deilt til annarra. Ef spurningar eru allar hafðar í einni bendu og ekki er hugað að skipulagningu þeirra, flokkun og heiti er hætt við að aðrir kennarar sjái ekki hag í að nota þær. Það er þá of tímafrekt og kostar of mikla vinnu að finna þær spurningar sem henta hverju sinni. Sjá nánar síðuna spurningabanki skipulagður.

Dæmi: Kennari áfanga í ensku vill deila sínum spurningum með öðrum kennurum enskudeildar og vistar því sínar spurningar undir enskudeild skólans. Til auðvelda leit að spurningum setur kennarinn upp spurningaflokka (og undirflokka) undir enskudeild og lætur heiti hvers flokks vera lýsandi fyrir þær spurningar sem flokkurinn inniheldur, sem dæmi flokkinn „Óreglulegar sagnir 1“, „Óreglulegar sagnir 2“ o.s.frv. Einnig er hægt að setja frekari upplýsingar um spurningar flokks í ritilinn (sjá mynd).

Spurningaflokkur

Hér er búinn til spurningaflokkurinn „óreglulegar sagnir 1“ og hann settur undir flokk enskudeildar viðkomandi skóla.

Þegar spurning er búin til er hún sett um leið í viðeigandi spurningaflokk.

ný spurning