Umsýsla í lok skólaárs

Áfangi eignast nýjan vef í Moodle á hverju kennsluári. Nýir vefir áfanga eru settir upp á tímabilinu júní-júlí fyrir komandi kennsluár.
Efni áfanga frá fyrra ári er afritað og flutt á nýja áfangavefinn án nemendagagna, þ.e.a.s. verkefni, umræður og próf eru flutt en ekki einkunnir, prófúrlausnir, innlegg í umræður eða verkefnaskil nemenda.

  • Óski kennari eftir að safna/halda upp á innlegg fyrri nemenda í umræðu og hafa sýnileg í nýja áfanganum þarf að senda skilaboð um það á utr@reykjavik.is fyrir 25. júní. Það sama gildir um færslur í safni (glossary) ef það hefur verið notað í áfanganum.
  • Kjósi kennari að fá tóman áfangavef og byggja áfanga upp á nýjan leik eða velja sjálfur og flytja hluta efnis af fyrri áfanga þarf að senda beiðni um það á utr@reykjavik.is fyrir 25. júní.
  • Áfangar líðandi kennsluárs verða áfram í Moodle og kennarar hafa aðgang að þeim í eitt ár til viðbótar en aðgangi nemenda verður lokað með því að fela áfangana eftir að skólaári lýkur.

Leiðbeiningar um innritun nemenda í áfanga
Flutningur námsgagna á milli áfanga