Þegar þú hefur skráð þig inn í Moodle kemurðu á stjórnborðið þitt. Þar koma fram áfangarnir sem þú er skráð/skráður í. Tenglar á áfangana eru bæði fyrir miðju og í leiðartrénu vinstra megin (sjá myndir fyrir neðan).
Ef áfanginn kemur ekki fram á stjórnborðinu þínu getur orsökin verið mismunandi og best er að leita til kennara.
Leiðin: Eigið nafn (í efra hægra horni) > Lýsing > Áfangi > Hópur
- Smellið á eigið nafn í efra hægra horni og síðan á Lýsing.
- Skrunið aðeins niður, finnið áfangana og smellið á tiltekinn áfanga.
Hverjir eru með mér í hóp?
Til að sjá aðra meðlimi í hópnum er smellt á hópinn sjálfan.
ATHUGIÐ! Ef ekki er hægt að smella á hópinn þarf kennari að breyta stillingum áfangans vegna hópa.
Tölvupóstar í tengslum við umræður
Þegar umræður eru notaðar í áfanga kemur fyrir að Moodle sendir póst til allra í áfanganum í hvert skipti sem einhver skráir innlegg í umræðu. Hér fyrir neðan er útskýrt hvernig fækka má tölvupóstum frá Moodle.
- Áskrift umræðu – Þegar nemandi er áskrifandi að umræðu fær hann tölvupóst í hvert skipti sem einhver skráir innlegg í umræðuna. Til að afturkalla áskriftina eða segja henni upp er farið svona að:
- Smellið á tengilinn á umræðuna á forsíðu áfangans.
- Smellið á tannhjólið ofarlega til hægri og svo á afturkalla áskrift að þessari umræðu.
- Persónulegar stillingar í tengslum við umræður. Nemandi getur stillt í Moodle hvort hann fær einn tölvupóst daglega með öllum innleggjum í umræðu eða að í tölvupóstinum komi einungis fram titlar en ekki innleggin sjálf. Það getur verið heppilegt ef um skylduáskrift umræðu er að ræða. Hér fyrir neðan eru persónulegar stillingar vegna umræðna útskýrðar:
Persónulegum stillingum notanda breytt vegna umræðna
- Smellið á eigið nafn í efra hægra horni og veljið stillingar.
- Smellið á kjörstillingar umræðu og veljið þær stillingar sem óskað er eftir (sjá nánari útskýringar á einstökum stillingum fyrir neðan myndina).
Hvers konar samantekt – Viðfangsefni (einn tölvupóstur á dag, einungis með viðfangsefnum)
Ef þetta er valið fær nemandi einn tölvupóst á dag frá Moodle einungis með titlum innleggja (pósta) í umræðu, innleggin sjálf er hægt að lesa í Moodle.
Sjálfvirk áskrift að umræðu
Með því að velja hér Nei, ég vil ekki sjálfvirka áskrift að umræðum má fækka tölvupóstum.
Fylgjast með lestri umræðna
Þegar valið er Já: auðkenndu ný innlegg heldur Moodle utan um hve mörg innlegg hafa bæst við umræðu frá því að nemandinn skoðaði hana síðast. Þetta sést á forsíðu áfanga aftan við tengilinn á umræðu. Þar kemur þá fram t.d. „(3 ný innlegg)“. Þessi stilling er þægileg að því leyti að nemandinn þarf þá ekki að opna umræðu til þess eins að athuga hvort eitthvað nýtt hafi bæst við.
„When sending forum post notifications“
Þegar nemandi fær tölvupóst um innlegg í umræðu, er hægt að velja hér hvort viðkomandi innlegg skuli merkt sem lesið í Moodle. Ef Moodle flokkar innleggið sem lesið hjá nemandanum kemur það ekki fram fyrir aftan tengilinn á umræðuna.