Umræða

Í umræðu geta nemendur og kennarar haft samskipti m.a. svarað spurningum, skipst á hugmyndum, deilt skrám, myndum og vídeóum.

Kennari getur stofnað margar umræður í áfanga sem þjóna ólíkum tilgangi og eru mismunandi uppsettar, t.d. þar sem nemendum er skipt upp í hópa eða allir nemendur taka þátt saman. Einnig er hægt að veita eingöngu einum hópi aðgang að umræðu ef t.d. hluti nemenda er í fjarnámi.

Kennari stjórnar því hvort innlegg nemenda eru metin til einkunnar. Einnig er mögulegt að nota jafningjamat í umræðu og leyfa nemendum meta innlegg samnemenda.

Kynning á umræðu

Vídeóið hér fyrir neðan er komið til ára sinna en er ágætis kynning á ólíkum gerðum umræðna. Moodle býður upp á fimm gerðir umræðna sem virka á mismunandi hátt. *Athugið: Stillingaveftréð til vinstri sem getið er um í vídeóinu er nú í formi tannhjóls hægra megin á skjánum í Moodle.


Nánar um umræðu á moodle.org: