Dagbókarfærslur nemenda

Hér fyrir neðan eru útskýrðar tvær leiðir til að setja upp dagbók nemanda. Dagbók nemanda virkar þannig að nemandi skráir færslur sem kennari getur skrifað athugasemdir við og skráð einkunn fyrir (ef það er valið í uppsetningu). Til að koma í veg fyrir aðgang nemenda að dagbókarfærslum hvors annars þarf að setja nemendur í hópa og hafa einungis einn nemanda  í hverjum hópi, setja hópa saman í klasa og tengja klasann við umræðuna/gagnagrunninn.