Virkni nemenda í Moodle

Í skýrslum áfanga er hægt að kalla fram og skoða nokkrar mismunandi gerðir skýrslna t.d. um almenna virkni nemenda eftir tímabilum (tölfræði) og hvort nemendur hafa skoðað tiltekið efni eða tekið próf (þátttaka í áfanga).

Leiðin: Áfangasíða > tannhjól > Meira - Skýrslur

  1. Farið í tannhjól áfangasíðunnar (í efra hægra horni) og veljið meira neðst í listanum.
    .umsýsla áfanga meira
  2. Skýrslur koma annað hvort fram undir umsýslu áfanga eða í sérstökum flipa eins og á myndinni fyrir neðan.
    Smellið á tiltekna skýrslu. Í boði eru nokkrar mismunandi gerðir sem gefa ólíkar upplýsingar. Ef kennari hefur virkjað skráningu vinnuskila í áfanga kemur skýrsla vegna þess einnig fram hér.
    skýrslur

    Ef kennari hefur virkjað skráningu vinnuskila í áfanga verða til fleiri skýrslur og þá koma þær fram í sér flipa eins og á myndinni, annars birtast skýrslur undir umsýslu áfanga.

Dæmi

Myndin fyrir neðan sýnir skýrsluna þátttöku í áfanga. Kallaðar voru fram upplýsingar um kaflapróf 1 og hvort nemendur höfðu tekið prófið. Neðst í skýrslunni er boðið upp á að velja tiltekna nemendur og senda þeim skilaboð. Með því að nota Velja öll nei mætti í þessu tilfelli velja nemendur sem ekki hafa tekið prófið og senda þeim skilaboð.

þátttaka í áfanga

Póstur merkir að nemandi hafi skilað einhverju inn. Með því að velja skoða er hægt að kalla fram hverjir hafa skoðað tiltekið efni.

Um skýrsluna vinnuskil í áfanga er fjallað hér.