Skráning vinnuskila

Hvað er skráning vinnuskila?
Skráning vinnuskila í áfanga veitir kennara aðgang að áfangaskýrslu sem sýnir öll vinnuskil nemenda á einum stað. Áfangaskýrslan sýnir nöfn nemenda, verkefni, próf, umræður, möppur og annað sem kennari kýs að láta koma þar fram og hvort nemandi hafi lokið við atriði eða ekki. Sjá mynd af áfangaskýrslu. Mögulegt er að hlaða niður skýrslunni á töflureiknisniði.

Tilgreina þarf hvernig atriði telst lokið af hálfu nemanda
Kennari velur í uppsetningu atriðis (verkefna/prófa/efnis) hvernig því telst lokið af hálfu nemanda t.d. hvort nemandi má merkja sjálfur við að hann hafi lokið við atriðið, hvort nemandi þarf að skila verkefni, ná lágmarkseinkunn eða annað.

Skráning vinnuskila hjá nemanda
Skráning vinnuskila veitir nemanda yfirsýn yfir þá vinnu sem námskeið krefst, hversu stórum hluta vinnunnar hann hefur lokið og hversu miklu er ólokið.

Til að nota skráningu vinnuskila í áfanga þarf að gera eftirfarandi