Bók

Leiðin: Áfangi > Í ritham - +nýtt viðfangsefni eða aðföng - bók - nýtt

Bók er safn af síðna með efnisyfirliti. Bók er hægt að nota fyrir margs konar efni s.s. texta, tengla, myndir, vídeó eða hljóðskrár. Einnig er hægt að líma „embed“ kóða í html umhverfi ritilsins og birta þannig efni annars staðar frá  t.d. Google-kort, Youtube eða Vimeo vídeó eða frétt úr vefmiðli.

  1. Setjið áfanga í ritham.
  2. Smellið á +nýtt viðfangsefni eða aðföng.
  3. Skrunið niður í panelnum sem opnast, veljið bók og smellið á nýtt.
  4. Gefið bókinni nafn. Nafn bókarinnar verður tengill á forsíðu áfangans.
  5. Hægt er að setja lýsingu í ritilinn fyrir neðan ef óskað er og birta hana með titlinum á forsíðu áfangans.
  6. Veljið viðmótsstillingar eins og hentar, hægt er að velja úr nokkrum mismunandi útfærslum á efnisyfirliti.
  7. Smellið á Vista og birta neðst á síðunni.
  8. Ritill opnast þar sem fyrsta síða bókarinnar er unnin. Vistið síðuna. Fyrsta síðan verður jafnframt fyrsti kafli bókarinnar.
  9. Um leið og fyrsta síðan hefur verið vistuð birtist efnisyfirlit bókarinnar í nýjum reit efst til vinstri (sjá mynd).
    kafli í bók

    Efnisyfirlit birtist efst til vinstri þegar fyrsta síða (kafli) hefur verið vistuð

Efni bókar uppfært

  1. Byrjað er á að opna bókina með því að smella á tengil hennar á áfangasíðunni.
  2. Neðst í umsýslu bókar veftrénu er smellt á tengilinn í ritham.
  3. Aðgerðartákn birtast aftan við hvern kafla í efnisyfirliti bókarinnar (sjá mynd).
    bók tákn

    Táknin hægra megin á myndinni eru notuð til að vinna með kafla.

    • Tannhjólið er til að uppfæra viðkomandi kafla.
    • Krossin er til að eyða kafla.
    • Augað er til að fela kafla.
    • + er til að bæta við kafla.
    • Með örvunum er hægt að breyta röð kaflanna.

HTML síður fluttar inn í bók

Til að flytja html síður inn í bók þarf að búa til zip skrár úr síðunum og fylgigögnum. Einnig er mögulegt að setja hverja html síðu ásamt myndum og/eða öðrum fylgigögnum í möppu og búa til zip skrá úr möppunum. Í innflutningi er valið hvort mappa eða html skrá á að standa fyrir kafla.

Sýnishorn af bók í Moodle

Nánari upplýsingar um bók á moodle.org