Myndagallerí

Áfangasíða í ritham > +Nýtt viðfangsefni eða aðföng > Myndagallerí

Eins og nafnið bendir til er verkfærið til að setja upp myndagallerí í Moodle. Meðal þess sem hægt er að velja um í uppsetningu myndagallerís er hvort skrá má athugasemdir á síður galleríis, hvort skýringartexti á að fylgja myndum og hversu margar myndir á að birta á hverri síðu. Þegar smellt er á mynd í galleríinu opnast hún í „lightbox“ þar sem smellt er á „next“ til að sjá næstu mynd. Boðið er upp á að hlaða mynd niður.

  1. Setjið áfanga í ritham.
  2. Smellið á +nýtt viðfangsefni eða aðföng, veljið myndagallerí og smellið á nýtt.
  3. Gefið galleríinu heiti og skráið lýsingu í ritilinn fyrir neðan ef þörf krefur. Lýsingin birtist fyrir neðan titilinn þegar galleríið er opnað.
  4. Veljið þær stillingar sem henta undir ítarlegt.
  5. Smellið á vista og birta til að setja inn myndir.
  6. Smellið á add images, dragið inn myndir og smellið aftur á add images.
Myndagallerí uppfært

Til að bæta myndum við myndagallerí er smellt á galleríið á áfangasíðunni og á „Add images“. Myndir eru fluttar inn eins og áður.

Til að breyta eða eyða myndum þarf að setja myndagalleríið í ritham.

  1. Smellið á myndagalleríið á áfangasíðunni.
  2. Smellið á hnappinn í ritham efst til hægri eftir að komið er inn í myndagalleríið. Listi með möguleikum er birtur fyrir neðan hverja mynd (sjá mynd).
    Myndagallerí í Moodle

Nánari upplýsingar um myndagallerí á moodle.org: Lightbox Gallery – https://moodle.org/plugins/mod_lightboxgallery