Handvirk innritun

Í þátttakendalista áfanga er bæði hægt að innrita nemendur í áfanga og skrá nemendur úr áfanga. Sama aðferð er notuð þegar skrá þarf kennara í áfanga. 
Athugið að nauðsynlegt er að nemandinn sé þegar skráður í Moodle (kerfið) til að mögulegt sé að innrita hann í áfanga.

Innritun nemenda

Leiðin: Áfangi > Þátttakendur  - Innrita notendur

  1. Opnið áfanga og farið í þátttakendur vinstra megin.
    þátttakendur
  2. Smellið á hnappinn innrita notendur hægra megin. Gluggi opnast.
    innrita hnappur
  3. Sláið inn netfang nemanda í efri leitarreitinn í glugganum og smellið á nafn nemandans þegar það kemur fram. Nafnið dettur þá inn fyrir ofan leitarreitinn. Leitið að næsta nemanda ef á að innrita fleiri.
    Ef nemandi finnst ekki með netfangi prófið þá önnur leitarskilyrði s.s. fullt nafn nemanda. Athugið að stundum þarf að sleppa millinafni í leit. Ef nafn nemanda er ekki algengt er hægt að leita eftir eftirnafni eingöngu eða fornafni.
  4. Athugið að hlutverkið Nemandi sé valið við Skipa í hlutverk.
  5. Smellið á Innrita valda notendur og kerfishópa.
    innrita nemendur

    Auðveldast er að finna nemanda með því að leita eftir netfangi. Athugið þó að nemandi gæti hafa breytt netfangi sínu í Moodle.

Nemandi finnst ekki
Ef nemandi finnst ekki við leit gæti þurft að skrá hann í Moodle. Vinsamlegast leitið þá eftir aðstoð Moodle-umsjónarfólks skólans eða sendið póst á utr@reykjavik.is.

Um innritun kerfishópa
Ef innrita á heilan árgang í einu þarf kerfisstjóri Moodle eða Moodle-umsjónaraðili skóla að setja árganginn í kerfishóp áður. Eftir það er hægt að velja kerfishóp í þessari aðgerð.

Nemandi skráður úr áfanga

Leiðin: Áfangi > Þátttakendur  - Ruslatunnan (afskrá)

  1. Opnið áfanga og farið í þátttakendur vinstra megin.
    þátttakendur
  2. Finnið nemandann í þátttakendalistanum. Athugið að nota stafrófið fyrir ofan nöfnin ef þátttakendalistinn er langur.
  3. Smellið á litlu ruslatunnuna aftan við nafn nemandans (sjá mynd fyrir neðan).
    afskrá nemanda
  4. Smellið á Afskrá í glugganum sem opnast.
    afskrá nemanda