Notanda bætt við handvirkt í Moodle

Með handvirkri skráningu er einum notanda í einu bætt í Moodle. Þetta vinnulag hentar ef einungis stendur til að skrá einn eða örfáa notendur í kerfið. Að öðrum kosti er fljótlegra að nota innskráningu með csv skrá.

Leiðin: Vefumsjón > Notendur > Nýskrá notanda

  1. Opnið vefumsjón, í valseðlinum neðst til vinstri.
    vefumsjón
  2. Veljið flipann Notendur og farið í Nýskrá notanda.
    nýskrá notanda
  3. Skráið notandanafn. Notið ekki hástafi í notandanafnið.
  4. Hafið sannvottun stillta á Manual accounts.
  5. Merkið við Generate password and notify user ef kerfið á að senda tölvupóst til notanda með innskráningarupplýsingum í Moodle (hentar t.d. þegar kennarar eru skráðir í kerfið)
    eða
    sleppið að merkja við þann kost og búið sjálf til lykilorð og afhendið notandanum. Athugið að ekki er hægt að nota lykilorðið „Changeme“ þegar handvirk skráning er notuð. Reglur um gerð lykilorðs koma fram fyrir ofan reitinn.
    lykilorð

    Með því að smella á auga má ganga úr skugga um að rétt lykilorð hafi verið slegið inn.

  6. Ef slegið var inn lykilorð fyrir notanda, merkið þá við Skilyrða breytingu á lykilorði. Notandinn verður þá beðinn um að búa sér til lykilorð þegar hann skráir sig næst inn.
    skilyrða breytingu á lykilorði
  7. Fyllið út í rauðmerkta reiti og smellið á Mynda notanda neðst á síðunni.

Til að bæta notanda í kerfishóp/árgang sjáið Notanda bætt í kerfishóp.