Blokkir

Reitirnir hægra megin á áfangasíðunni kallast blokkir og innihalda ólík verkfæri. Ákveðnar blokkir fylgja með nýjum áfanga t.d. blokkirnar Leita í umræðum og Nýjar fréttir en kennari getur ávallt fjarlægt blokkir og bætt við nýjum.

Mælt er með að hafa einungis þær blokkir á áfangasíðunni sem stendur til að nota en eyða hinum. Ávallt er hægt að bæta aftur við blokk sem hefur verið eytt.

Athugið að áfanginn þarf að virka vel án blokkanna þar sem þær eru ekki birtar í Moodle-appinu.

Úrval blokka sem Moodle býður upp á má skoða í listanum Bæta við blokk neðst í leiðartré áfanga, í ritham.