Notanda bætt í kerfishóp

 1. Farið á forsíðu Moodle og smellið þar á eigin skóla.
  forsíða vefs
 2. Smellið á tannhjólið tannhjól hægra megin og á kerfishópa
  tannhjól kerfishópar

  Kerfishópar skólans koma upp. Ártöl í heiti kerfishópa standa fyrir fæðingarár nemenda í hópnum.

 3. Smellið á Skipa (aftasta táknið), aftan við kerfishópinn sem á að vinna með.
  skipa í kerfishóp
 4. Notið leitina í neðra hægra horni til að finna þann sem á að bæta í hópinn. Best er að leita eftir netfangi. Ef leitað er eftir nafni er oft nauðsynlegt að sleppa millinafni. 
  Veljið nafnið í glugganum hægra megin og smellið á Nýtt. Við það flyst nafnið yfir í núverandi notendur kerfishópsins vinstra megin. Aðgerðin er sjálfvirkt vistuð.
 5. Til að bæta fleiri notendum við kerfishópinn, endurtakið 4. lið.
  skipa í kerfishóp

  Eðlilegt er að fá viðvörun frá Moodle þegar unnið er með kerfishópa. Ef innritun í áfanga er tengd við kerfishópinn og nemandi er fjarlægður úr hópnum er hann um leið skráður úr þeim áföngum sem tengjast kerfishópnum og gögnum hans eytt í áföngunum.