Beiðni um áfangavef í Moodle

Umsjónaraðili Moodle í hverjum grunnskóla hefur aðgang til að setja upp nýja áfangavefi, skrá notendur í kerfið o.fl. Listi yfir umsjónarfólk.

Einnig er hægt að fá vef fyrir áfanga með því að senda beiðni á utr@reykjavik.is.

Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja:

  • Heiti skóla og áfanga
  • Nafn kennara, netfang og notandanafn

Ef nemendur skóla hafa ekki verið skráðir í Moodle þarf sömuleiðis að senda lista yfir nemendur svo hægt sé að skrá þá í kerfið. Listinn þarf að vera skrá úr töflureikni (ods, .xls eða csv skrá). Skráin þarf að innihalda eftirfarandi upplýsingar uppsettar í dálka: notandanafn, fornafn, millinafn, eftirnafn, netfang, fæðingarár (ekki skiptir máli þó fornafn og millinafn séu í sama dálki). Einnig má láta bekk fylgja með í sér dálki.

Nemendur eru settir í kerfishópa út frá skóla og fæðingarári (og bekk sé þess óskað). Það gefur kost á að innrita nemendur viðkomandi kerfishóps alla í einu í áfanga, t.d. að innrita alla nemendur fædda 2005 í áfangann eða alla í tilteknum bekk.

Nemendur í grunnskólum Reykjavíkur eiga nú þegar að vera skráðir í Moodle. Þeir eru skráðir í kerfishópa eftir skóla og fæðingarári.