Nýr áfangi eða deild

Moodle-umsjónaraðili skóla hefur réttindi til að stofna nýjar deildir og áfanga undir eigin skóla. Leiðinni er lýst hér fyrir neðan.

Nýr áfangi stofnaður

  1. Farið á forsíðu Moodle og smellið þar á eigin skóla.
    forsíða vefs
  2. Smellið á tannhjólið tannhjól hægra megin og á Sýsla með þennan flokk.
    nýr áfangi
  3. Smellið á Búa til nýjan áfanga hnappinn.
    nýr áfangi
  4. Gefið áfanganum nafn, veljið aðrar stillingar eins og hentar og vistið neðst á síðunni.
    Ef smellt er á Vista og birta opnast áfanginn og hægt er að skrá kennara í hann, breyta uppsetningu eða móta áfangann frekar. Ef smellt er á Vista og fara til baka  er hægt að halda áfram að stofna fleiri áfanga.
    Sjá nánar viðmið um nafn áfanga og einkennisstafi skóla.
    Sjá nánar um einstakar stillingar í uppsetningu áfanga.

Ný deild (flokkur)

Í skólum þar sem áfangar eru margir getur verið betra að setja áfanga í flokka s.s. íslenska, stærðafræði o.s.frv.

  1. Farið á forsíðu Moodle og smellið þar á eigin skóla.

    forsíða vefs

  2. Smellið á tannhjólið tannhjól hægra megin og á Mynda undirflokk.

    mynda undirflokk

  3. Gefið flokknum nafn. Athugið að viðeigandi yfirflokkur sé valinn þ.e. skólinn og skólaárið.

    nýr flokkur

  4. Smellið á Búa til flokk.

Áfangi færður í flokk