Kennara bætt í áfanga

Til að gefa kennara aðgang að áfanga þarf að skrá kennarann í áfangann. Eftir að kennari hefur verið skráður hefur hann réttindi til að skrá fleiri kennara, aðstoðarfólk og til að innrita nemendur. 

Leiðin: Áfangi > Þátttakendur > Innrita notendur

  1. Opnið áfangann.
  2. Smellið á Þátttakendur í veftrénu vinstra megin.
    þátttakendur

    Ef veftréð sést ekki þarf að smella á hamborgaratáknið í efra vinstra horni.

  3. Smellið á hnappinn Innrita notendur hægra megin, gluggi opnast.

    innrita notendur

  4. Best er að leita eftir netfangi kennarans. Smellið á nafnið þegar það kemur fram. Ef leitað er eftir nafni, athugið þá að yfirleitt þarf að sleppa millinafni í leit, en það fer reyndar því hvernig notandinn var skráður í kerfið upphaflega.
  5. Veljið Kennari við Skipa í hlutverk  og smellið á Innrita valda notendur og kerfishópa.
    skráning kennara